80 þátttakendur í Grænum skrefum

Landhelgisgæsla Íslands hefur nú skráð sig til leiks í Grænu skrefin og eru því alls 80 ríkisstofnanir sem taka þátt í verkefninu. Hjá Landhelgisgæslunni starfa 200 manns við margvísleg verkefni, svo sem leit og björgun, löggæsluverkefni, sjómælingar á öruggum siglingarleiðum og önnur sérhæfð verkefni. Höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eru í Skógarhlíð í Reykjavík en starfsstöðvar eru líka á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli, í skipum og ratsjárstöðvum. Við bjóðum Landhelgisgæslu Íslands innilega velkomna í Grænu skrefin.

00 LHG Logo slides