Skráning á matarsóun

Nú eru stofnanir farnar að huga að matarsóun bæði hvað varðar fræðslu og verkefni til að draga úr matarsóun í mötuneytum. Við höfum gert einfaldan skráningarlista yfir matvæli sem eru framleidd og matvæli sem fara í ruslið. Þá er líka hægt að gera athugun á því hversu mikið af mat sem er sóað er í raun og veru ætur. Þetta skjal mun hjálpa til við þessa útreikninga.