Skattleysismörk fyrir samgöngusamninga hækkar

Ríkisskattstjóri hefur gert aðeins nánari útfærslu á samgöngugreiðslum og hefur hækkað skattleysismörk vegna þeirra í 8.000 kr. Skilyrðin eru þessi: Undirritaður sé formlegur samningur milli launagreiðanda og launþega og þarf nýting á þessum ferðamáta að vera í a.m.k. 80% af heildarfjölda ferða sé um fullan styrk að ræða, annars eftir hlufalli. Notaður sé umhverfisvænni samgöngumáti t.d. reiðhjól, almenningssamgöngur eða ganga.